Yfirlit frétta

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ Egilsstaða

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 18. júní 2020 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Miðbæ Egilsstaða. Deiliskipulagið var til kynningar fyrir ári síðan og komu fram ábendingar við deiliskipulagstillögu. Eftir að kynningu lauk hefur verið unnið með hagsmunaaðilum að úrlausnum við ábendingum.
Lesa

Er LAust hjá ykkur í sumar?

Sumarið 2020 standa Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað í annað sinn að Skapandi sumarstörfum, samvinnuverkefni sveitarfélaganna sem miðar að því að ráða til starfa einstaklinga og hópa sem hafa áhuga á að efla listsköpun sína og um leið glæða sveitarfélögin lífi með listrænum og skapandi uppákomum. Í ár réðust til starfa 14 öflug ungmenni á aldrinum 16-24 ára og hófu þau störf í byrjun júní.
Lesa

Bætt þjónusta við fólk með krabbamein og aðstandendur

Samkomulag um samstarf um ráðgjöf og forvarnir á milli Fljótsdalshéraðs, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Krabbameinsfélaganna á Austurlandi og Krabbameinsfélags Íslands þar sem áhersla er lögð á að styrkja forvarnir gegn krabbameinum og þjónustu við fólk með krabbamein og fjölskyldur þeirra var undirritað í morgun, 18. júní, í fundasal bæjarstjórnar.
Lesa

Tómstundavefur Fljótsdalshéraðs

Síðustu ár hafa þær tómstundir sem í boði eru á Fljótsdalshéraði verið teknar saman í bæklingana Sumarfjör og Vetrarfjör. Bæklingarnir hafa verið misjafnlega veglegir og hafa ýmist verið gefnir út eingöngu á vef eða bornir í hús. Í ár var þetta ekki hægt og því er fólki bent á nýjan tómstundavef, slóðin er https://tomstundir.fljotsdalsherad.is.
Lesa

Bæjarstjórnarfundur 18. júní

Fimmtudaginn 18. júní 2020 klukkan 17:00 verður 317. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs haldinn. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu, þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Auglýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Auglýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna Forsetakosninga 2020. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi vegna Forsetakosninga hinn 27. júní 2020hófst 25. maí.
Lesa

Undirbúningur stjórnskipulags í sameinuðu sveitarfélagi

Mikilvægt er að stjórnskipulag sameinaðs sveitarfélags verði virkt þegar ný sveitarstjórn kemur saman í október, þannig að sveitarfélagið geti unnið hratt og örugglega að fyrirliggjandi verkefnum. Kjörtímabil sveitarstjórnarinnar er stutt, aðeins 20 mánuðir, þar sem kosið verður aftur til sveitarstjórnar í maí 2022 eins í öðrum sveitarfélögum á landinu. því hefur undirbúningsstjórn hefur fjallað um stjórnskipulag sveitarfélagsins, mönnun og starfsheiti lykilstjórnenda í sameinuðu sveitarfélagi og lagt fram tillögu.
Lesa

Nýjar sýningar opnaðar í Sláturhúsinu og Safnahúsinu og menningarverðlaun afhent

17. júní, á Þjóðhátíðardegi Íslendinga, verða opnaðar sýningar bæði í Safnahúsinu og Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum. Allir eru velkomnir og ókeypis er inn á báða staðina. Þá verða menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs afhent í Sláturhúsinu.
Lesa

Frestun eindaga fasteignagjalda í júní

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 3. júní var samþykkt að fresta eindaga fasteignagjalda sem eru á gjalddaga í júní, fram í janúar 2021. Bæjarstjórn hvetur þó íbúa og fyrirtæki til þess að nýta frestunina aðeins ef þörf krefji, til þess að lágmarka neikvæð áhrif á rekstur sveitarfélagsins.
Lesa

Framsæknar hugmyndir um stafræna stjórnsýslu

Við undirbúning tillögu um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar var mikil áhersla lögð á stafræna stjórnsýslu og þjónustu, ásamt því að staðbundin afgreiðsla verði í öllum eldri sveitarfélögunum.
Lesa