Auglýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Fólk er minnt á að hafa með sér gild skilríki, þ.e. ökuskírteini eða vegabréf. Bankakort duga ekki s…
Fólk er minnt á að hafa með sér gild skilríki, þ.e. ökuskírteini eða vegabréf. Bankakort duga ekki sem persónuskilríki við kosningar.

Auglýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna Forsetakosninga 2020

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi vegna Forsetakosninga hinn 27. júní nk.hófst 25. maí s.l. og fer fram á skrifstofum sýslumannsins á Austurlandi, sem hér segir:

  • Seyðisfjörður, Bjólfsgötu 7, frá kl.09:00 til kl.15:00.
  • Egilsstaðir, Lyngási 15, frá kl.09:00 til kl.12:00 og frá kl.13:00 til kl.15:00, nema föstudaga frá kl.09 til 12:00.
  • Eskifjörður, Strandgötu 52, frá kl.09:00 til kl.15:00, nema föstudaga frá kl.09 til kl.12.00.
  • Vopnafjörður, Lónabraut 2, frá kl.10:00 til kl.13:00

Á öðrum stöðum fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram sem hér segir, fram að kjördegi:

  • Borgarfjörður: Hreppstofu, á opnunartíma og skv. samkomulagi við kjörstjóra.
  • Djúpavogshreppur: Bakka 1, Djúpavogi á opnunartíma skrifstofu hreppsins.
  • Bókasafn Héraðsbúa Egilsstöðum: Frá 15. júní frá kl.15:00 til kl.18:00.

Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun skv. 2. mgr 58. gr. l. nr. 24/2000. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en kl.16 fjórum dögum fyrir kjördag. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á sjúkrastofnunum mun fara fram í samráði við forstöðumenn þeirra þegar henta þykir og verður ekki auglýst frekar, nema innan stofnananna.

Sýslumaðurinn á Austurlandi
1. júní 2020
Lárus Bjarnason