Fréttir

Umhverfisviðurkenningar Fljótsdalshéraðs 2016

Við setningu Ormsteitis sem fram fór miðvikudaginn 10. ágúst, veitti Fljótsdalshérað viðurkenningar fyrir snyrtimennsku og umgengni í sveitarfélaginu. Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar í fjórum flokkum.
Lesa

2. í Ormsteiti: Púttmót, hátíð í Hlymsdölum, ungmennahátíð og Fellabæjarsúpa

Í dag fimmtudagurinn 11. ágúst hefst Ormsteitið með púttmóti eldriborgara í Skjólgarðinum, á bak við pósthúsið. Eldriborgarar bjóða síðan upp á skemmtun og kaffi klukkan 16:00 að Hlymsdölum þar sem dagskráin verður helguð Kristjáni frá Djúpalæk.
Lesa

1. í Ormsteiti: Setning, nýir íbúar, umhverfisviðurkenningar og veiði

Ormsteitið verður sett formlega í dag, miðvikudaginn 10. ágúst kl. 17.00 í markaðstjaldi sem opið verður alla hátíðina við Nettó. Um leið taka bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar á móti nýjum íbúum sem flutt hafa í sveitarfélagið frá síðasta Ormsteiti og veittar verða umhverfisviðurkenningar Fljótsdalshéraðs.
Lesa

Styttist í Ormsteitið

Ormsteiti, hin árlega Héraðshátíð nálgast óðum. Hún fer að þessu sinni fram dagana 10. til 14. ágúst. Hátíðin er með nokkuð breyttu sniði frá því sem verið hefur, m.a. vegna þess að hún stendur nú yfir í fimm daga en ekki tíu eins og áður. Hátíðin er fjölbreytileg eins og áður og án efa munu íbúar Héraðsins og gestir skemmta sér vel meðan á henni stendur.
Lesa

Skráning á Ormsteitismarkaðinn stendur yfir

Eins og alltaf á Ormsteiti er hægt að selja og kaupa vörur á markaði, sem nú eins og undanfarið, verður haldinn í stóru tjaldi á planinu við Nettó á Egilsstöðum. Markaðurinn verður opinn dagana 10. til og með 13. ágúst milli kl. 13.00 og 17.00.
Lesa