1. í Ormsteiti: Setning, nýir íbúar, umhverfisviðurkenningar og veiði

Ormsteitið verður sett formlega í dag, miðvikudaginn 10. ágúst kl. 17.00 í markaðstjaldi sem opið verður alla hátíðina við Nettó. Um leið taka bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar á móti nýjum íbúum sem flutt hafa í sveitarfélagið frá síðasta Ormsteiti og veittar verða umhverfisviðurkenningar Fljótsdalshéraðs.

Veittar eru viðurkenningar í eftirfarandi flokkum:

-          Snyrtilegasta lóðin, íbúðarsvæði.

-          Snyrtilegasta lóðin, atvinnusvæði.

-          Snyrtilegasta gatan í þéttbýli.

-          Snyrtilegasta jörðin í ábúð.

Þá verður flutt tónlist og boðið upp á veitingar.

Þennan sama dag, frá kl. 18.00 til kl. 21.00 gefst tækifæri til að kasta fyrir fisk í Eiðavatni. Veitt verður við Kirkjumiðstöðina og þar verður boðið upp á kakó og kleinur. Þeir sem hyggjast fara í veiðiferð eru beðnir að taka með sér stangir og veiðarfæri.