Eins og alltaf á Ormsteiti er hægt að selja og kaupa vörur á markaði, sem nú eins og undanfarið, verður haldinn í stóru tjaldi á planinu við Nettó á Egilsstöðum. Markaðurinn verður opinn dagana 10. til og með 13. ágúst milli kl. 13.00 og 17.00.
Markaðurinn er á áberandi og fjölförnu svæði og því ættu viðskiptin að geta verið lífleg. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða upp á varning á markaðnum, eða fá frekari upplýsingar um markaðinn, eru hvattir til að hafa samband sem fyrst við Sólveigu í síma 862 3465 eða netfangið solla.stef@gmail.com og markadstjald@gmail.com
Kostnaður við þátttöku á markaðnum er þannig
- Einn dagur með borð kr. 2.000
- Einn dagur með slá kr. 500
- Einn dagur borð og slá kr. 2.500
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.