Fréttir

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

240. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 15. júní 2016 og hefst hann kl. 17.00. Að venju verður hægt að hlusta á fundinn í beinni útsendingu
Lesa

Íris Lind verður fræðslufulltrúi MMF

Íris Lind Sævarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu fræðslufulltrúa Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, MMF. Um er að ræða nýja stöðu við miðstöðina til eins árs, en hlutverk fræðslufulltrúa er að vinna og þróa fræðsluverkefni fyrir miðstig grunnskólanna á Austurlandi í samræmi við aðalnámsskrá grunnskóla.
Lesa

Útsvarsliðið styrkti Ásheima

Sigurlið Fljótsdalshéraðs í Útsvari gaf verðlaunaféð, 200 þúsund krónur, til geðræktar í heimabyggð. Verðlaunagripurinn, Ómarsbjallan, var afhent sveitarfélaginu formlega til varðveislu í upphafi bæjarstjórnarfundar þann 1.júní.
Lesa

Dans í Sláturhúsinu á fimmtudag

Gestir Kaffistofunnar, listamannaíbúðar Sláturhúsins, þau Bára Sigúsdóttir og Eivind Lønning kynna verk sín „Verk í vinnslu, Sjávarföll//Tide“ í Sláturhúsinu fimmtudaginn 9. júní klukkan 18:00.
Lesa

Strætó: Sumaráætlun í gildi 6. júní

Sumaráætlun almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði tekur gildi mánudaginn 6. júní 2016. Tímatöfluna má sjá hér og minna má á að ferðirnar eru gjaldfrjálsar.
Lesa

Hringrás – Ný tónlistarhátíð á Egilsstöðum

Hringrás er ný tónlistarhátíð sem haldin verður í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í júní. Nafn hátíðarinnar vísar til eðlisfræðinnar í virkni raftækja en hátíðin leggur áherslu á raftónlist. Einnig vísar nafnið til hreyfingu listamanna á milli landshorna.
Lesa

Ný heimasíða Fljótsdalshéraðs

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað tekur í notkun nýja heimasíðu í dag. Það er von Fljótsdalshéraðs að þessi nýja síða auðveldi íbúum aðgengi að ýmsum upplýsingum um sveitarfélagið og starfsemi þess.
Lesa

Veðurstofan leitar eftir upplýsingum um söguleg flóð í Lagarfljóti

Veðurstofan er að vinna að hættumati á Lagarfljóti. Hluti af því verkefni er að safna öllum tiltækum upplýsingum um söguleg flóð í fljótinu og þverám þess. Það myndi koma verkefninu mjög vel að fá þessar upplýsingar sem fyrst.
Lesa