Útsvarsliðið styrkti Ásheima

Útsvarsliðið, Björg Björnsdóttir, Hrólfur Eyjólfsson og Þorsteinn Bergsson ásamt Kristínu Rut Eyjólf…
Útsvarsliðið, Björg Björnsdóttir, Hrólfur Eyjólfsson og Þorsteinn Bergsson ásamt Kristínu Rut Eyjólfsdóttur sem tók við verðlaununum fyrir hönd Ásheima.

Sigurlið Fljótsdalshéraðs í Útsvari gaf verðlaunaféð, 200 þúsund krónur, til geðræktar í heimabyggð. Verðlaunagripurinn, Ómarsbjallan, var afhent sveitarfélaginu formlega til varðveislu í upphafi bæjarstjórnarfundar þann 1.júní þar sem tekið var á móti liðinu og þeim færð blóm og þeim þakkað framlagið.

Sigurlíð Útsvars á ári hverju fær fé frá RÚV til að ráðstafa í þágu góðgerðarmála í heimabyggð. Liðið okkar ákvað að láta verðlaunaféð renna til mann- og geðræktarstöðvarinnar Ásheima og ætlaður í forvarnastarf fyrir ungt fólk sem glímir við geðrænan vanda.

Fyrirhugað er að Ómarsbjallan verði sett upp í afgreiðslu bæjarskrifstofunnar í sumar þar sem heimamenn geta dáðst að gripnum en í vetur fá skólarnir heiðurinn að geyma hana.