Sigurlið Fljótsdalshéraðs í Útsvari gaf verðlaunaféð, 200 þúsund krónur, til geðræktar í heimabyggð. Verðlaunagripurinn, Ómarsbjallan, var afhent sveitarfélaginu formlega til varðveislu í upphafi bæjarstjórnarfundar þann 1.júní þar sem tekið var á móti liðinu og þeim færð blóm og þeim þakkað framlagið.
Sigurlíð Útsvars á ári hverju fær fé frá RÚV til að ráðstafa í þágu góðgerðarmála í heimabyggð. Liðið okkar ákvað að láta verðlaunaféð renna til mann- og geðræktarstöðvarinnar Ásheima og ætlaður í forvarnastarf fyrir ungt fólk sem glímir við geðrænan vanda.
Fyrirhugað er að Ómarsbjallan verði sett upp í afgreiðslu bæjarskrifstofunnar í sumar þar sem heimamenn geta dáðst að gripnum en í vetur fá skólarnir heiðurinn að geyma hana.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.