- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Gestir Kaffistofunnar, listamannaíbúðar Sláturhúsins, þau Bára Sigúsdóttir og Eivind Lønning kynna verk sín „Verk í vinnslu, Sjávarföll//Tide“ í Sláturhúsinu fimmtudaginn 9. júní klukkan 18:00.
Verkefnið er samstarfsverkefni danshöfundarins og dansarans Báru og norska tónskáldins og tónlistarmannins Eivind. Þetta er nýtt verk þar sem unnið er með samband dans og tónlistar á óhefðbundinn hátt.
Koma Báru og Eivind er liður í verkefni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs sem felst í því að bjóða innlendu og erlendu sviðslistafólki að koma og vinna að verkum sínum á Austurlandi, með það að markmiði að efla faglegt umhverfi sviðslista á svæðinu með samvinnu heimamanna og þeirra listamanna sem hingað koma.