Dans í Sláturhúsinu á fimmtudag

Bára Sigúsdóttir og Eivind Lønning eru gestir Kaffistofunnar, listamannaíbúðar Sláturhússins.
Bára Sigúsdóttir og Eivind Lønning eru gestir Kaffistofunnar, listamannaíbúðar Sláturhússins.

Gestir Kaffistofunnar, listamannaíbúðar Sláturhúsins, þau Bára Sigúsdóttir og Eivind Lønning kynna verk sín „Verk í vinnslu, Sjávarföll//Tide“ í Sláturhúsinu fimmtudaginn 9. júní klukkan 18:00.

Verkefnið er samstarfsverkefni danshöfundarins og dansarans Báru og norska tónskáldins og tónlistarmannins Eivind. Þetta er nýtt verk þar sem unnið er með samband dans og tónlistar á óhefðbundinn hátt.

Koma Báru og Eivind er liður í verkefni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs sem felst í því að bjóða innlendu og erlendu sviðslistafólki að koma og vinna að verkum sínum á Austurlandi, með það að markmiði að efla faglegt umhverfi sviðslista á svæðinu með samvinnu heimamanna og þeirra listamanna sem hingað koma.