Gestir Kaffistofunnar, listamannaíbúðar Sláturhúsins, þau Bára Sigúsdóttir og Eivind Lønning kynna verk sín „Verk í vinnslu, Sjávarföll//Tide“ í Sláturhúsinu fimmtudaginn 9. júní klukkan 18:00.
Verkefnið er samstarfsverkefni danshöfundarins og dansarans Báru og norska tónskáldins og tónlistarmannins Eivind. Þetta er nýtt verk þar sem unnið er með samband dans og tónlistar á óhefðbundinn hátt.
Koma Báru og Eivind er liður í verkefni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs sem felst í því að bjóða innlendu og erlendu sviðslistafólki að koma og vinna að verkum sínum á Austurlandi, með það að markmiði að efla faglegt umhverfi sviðslista á svæðinu með samvinnu heimamanna og þeirra listamanna sem hingað koma.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.