Hringrás er ný tónlistarhátíð sem haldin verður í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í júní. Nafn hátíðarinnar vísar til eðlisfræðinnar í virkni raftækja en hátíðin leggur áherslu á raftónlist. Einnig vísar nafnið til hreyfingu listamanna á milli landshorna. Tvö atriði eru frá Höfuðborgarsvæðinu, eitt frá Norðurlandi, tvö frá Austurlandi og eitt bæði frá Höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi.
Hugmyndin af hátíðinni kviknaði síðasta sumar upp úr samtölum Breka Steins Mánasonar verkefnastjóra og Unnars Geirs Unnarssonar forstöðumanns MMF sem störfuðu báðir í Sláturhúsinu. Frystiklefinn í Sláturhúsinu hentar einstaklega vel fyrir flutning raftónlistar, engin tónlistarhátíð er haldin á sumrin á Egilsstöðum og lítill eða enginn vettvengur er fyrir raftónlist á Austurlandi. Því var ákveðið að setja tónlistarhátíðina Hringrás í gang.
Hátíðin fer fram þann 25. júní. Húsið opnar kl. 20:00 og aðgangseyrir er frjálst framlag. Framlög verða nýtt í að halda áfram með hátíðina á næsta ári.
Fram koma:
Arnljótur
DAVEETH
asdfhg.
Laser Life
(Cassette)
Back to Vienna
Hátíðin er í boði Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, Uppbyggingarsjóðs Austurlands, Flugfélags Íslands og Fljótsdalshéraðs.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.