Yfirlit frétta

Nýtt sveitarfélag, ný kennitala

Með sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi og staðfest hefur verið af sveitarstjórnarráðuneytinu, er orðið til nýtt sveitarfélag á Austurlandi. Sveitarfélögin sem standa að þeirri sameiningu eru: Borgarfjarðarhreppur kt. 480169-6549, Djúpavogshreppur kt. 570992-2799, Fljótdalshérað k.t. 481004-3220 og Seyðisfjarðarkaupsstaður kt. 560269-4559. Hið nýja sveitarfélag hefur fengið kennitöluna 660220-1350.
Lesa

Héraðsgarpar - nýtt námskeið á Egilsstöðum

Héraðsgarpar – skemmtilegt námskeið sem hentar öllum. Hefst 5. október og verður til til 10. desember og er fyrir alla þá sem eiga kort í Héraðsþreki.
Lesa

Ný sýning í Sláturhúsinu á laugardag

Margmiðlunarsýningin „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ er samsýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar í samstarfi við NAUST - Náttúruverndarsamtök Austurlands og Sláturhúsið.
Lesa

DERRINGUR - dansvinnustofa

Vakin er athygli á nýrri tímasetningu dans- og leiksmiðjunnar Derrings í íþróttahúsi Fellabæjar. Námskeiðið hefst klukkan 16:00 og stendur til kl. 18:00 mánudag til föstudags, 21. - 25. september. Þátttaka er ókeypis og hægt er að skrá sig á mmf@egilsstadir.is og í síma 897 9479.
Lesa

Úrslit í sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningunum

Kosið var til sveitarstjórna í nýju, sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi á laugardag og einnig var kosið í fjórar heimstjórnir fyrir gömlu sveitarfélögin
Lesa

Menningarverðlaun SSA

Sambands sveitarfélaga á Austurlandi óskar eftir tilnefningum til Menningarverðlauna SSA. Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða félagasamtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði menningar á undanförnum árum/áratugum eða einstaks menningarafreks sem er öðrum fyrirmynd. Skilafrestur tilnefninga er til 28. september 2020.
Lesa

Samningur vegna Ormsstofu undirritaður

Í gær, 17. september, var undirritaður samningur á milli Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar um „Ormsstofu“, sýningu sem Landsvirkjun ætlar að setja upp í hluta Sláturhússins menningarseturs á Egilsstöðum. Með samningnum greiðir Landsvirkjun Fljótsdalshéraði 100 milljónir króna í fyrirfram greidda húsaleigu til tíu ára í Sláturhúsinu.
Lesa

Samgönguvika 2020 – Veljum grænu leiðina

Í gær, á Degi íslenskrar náttúru, hófst Evrópsk samgönguvika. Í ár er yfirskrift samgönguvikunnar „Veljum grænu leiðina“ en um er að ræða samevrópskt átak sem hvetur til vistvænna samgangna. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.
Lesa

Sunnefa, sönn saga? - sýnd í Sláturhúsinu

Laugardaginn 19. september frumsýnir leikhópurinn Svipir leikverkið Sunnefa, sönn saga? í Sláturhúsinu. Sýningin er samstarfsverkefni leikhópsins Svipir og MMF. Höfundur handrits í samstarfi við leikhópinn er Árni Friðriksson, Þór Tulinius leikstýrir og Egill Ingibergsson hannar leikmynd og lýsingu. Leikkonur eru þær Tinna Sverrisdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir.
Lesa

Opinn framboðsfundur í nýju sveitarfélagi

Austurfrétt/Austurglugginn í samstarfi við sveitarfélagið Fljótsdalshérað, standa fyrir opnum framboðsfundi með fulltrúum framboða til sveitarstjórnar nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Lesa