Samningur vegna Ormsstofu undirritaður

Kristín Linda og Björn í Sláturhúsinu að lokinni undirritun.
Kristín Linda og Björn í Sláturhúsinu að lokinni undirritun.

Í gær, 17. september, var undirritaður samningur á milli Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar um „Ormsstofu“, sýningu sem Landsvirkjun ætlar að setja upp í hluta Sláturhússins, menningarseturs á Egilsstöðum. Með samningnum greiðir Landsvirkjun Fljótsdalshéraði 100 milljónir króna í fyrirfram greidda húsaleigu til tíu ára í Sláturhúsinu.

Það voru þau Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Björn Ingimarsson bæjarstjóri sem skrifuðu undir samninginn í morgun.

Gert er ráð fyrir að endurbætur á Sláturhúsinu geti hafist á næstu vikum og að þeim verði í síðasta lagi lokið árið 2022.