- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Í gær, á Degi íslenskrar náttúru, hófst Evrópsk samgönguvika. Í ár er yfirskrift samgönguvikunnar „Veljum grænu leiðina“ en um er að ræða samevrópskt átak sem hvetur til vistvænna samgangna.
Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.
Undanfarin ár hefur valkostum til að ferðast milli staða á vistvænan hátt fjölgað til muna sem endurspeglast í auknum fjölda þeirra sem velja að ferðast um með öðrum hætti en einkabílnum.
Þannig velja æ fleiri grænu leiðina í sínum daglegu samgöngum og í ár verður sjónum beint sérstaklega að þeirri þróun.
Að þessu sinni verður Samgönguvika sérstaklega áberandi á samfélagsmiðlum þar sem ekki verður efnt til viðburða sem kalla á að fólk safnist saman. Meðal annars getur fólk tekið könnun á netinu undir yfirskriftinni „Hvaða samgöngukrútt ert þú?“ en henni er ætlað að benda á gamansaman hátt á vistvæna valkosti við einkabílinn þegar kemur að daglegum samgöngum.
Á Fljótsdalshéraði er kjörið að nýta vistvænar samgöngur innan þéttbýlisins og fá þannig hreyfingu, auka umferðaröryggi og minnka kolefnissporið.
Á síðasta degi samgönguvikunnar, þann 22. september, ætlum við að HVÍLA alla BÍLA í þéttbýlinu og ganga, hjóla eða nota strætó til að komast í skóla og vinnu.
Það sem við getum gert til að taka þátt í samgönguviku er til dæmis:
Virkjum vöðvana og veljum grænu leiðina.