Skipulag í auglýsingu og fylgigögn

Framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 3

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 6. mars sl. að veita framkvæmdaleyfi til Landsnets vegna Kröflulínu 3 innan sveitarfélagamarka Fljótsdalshéraðs. Leyfið er gefið út á grundvelli umhverfismats Kröflulínu 3 og Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028, sbr. breytingu vegna Kröflulínu 3 sem tók gildi þann 25. febrúar 2019.
Lesa

Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028, Geitdalsvirkjun

Fljótsdalshérað auglýsir eftirfarandi verkefnislýsingu fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028, Geitdalsvirkjun.
Lesa

Fljótsdalshérað auglýsir breytingu á aðalskipulagi

Fljótsdalshérað auglýsir verkefnislýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028, ferðaþjónusta að Grund, Jökuldal.
Lesa

Kröflulína - breytingatillaga

Fljótsdalshérað auglýsir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna breyttrar legu Kröflulínu 3, sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Línan er fyrirhuguð frá tengivirki við Kröfluvirkjun í Skútustaðahreppi að tengivirki við Fljótsdalsstöð í Fljótsdalshreppi.
Lesa

Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéraði - Deiliskipulag flugvallar

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 2. maí 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi flugvallar á Egilsstöðum, skv.. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa

Kröflulína III breytt lega.

Kröflulína 3 er fyrirhuguð frá tengivirki við Kröfluvirkjun í Skútustaðahreppi að tengivirki við Fljótsdalsstöð í Fljótsdalshreppi. Í gildandi Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er gert ráð fyrir línunni og að hún liggi meðfram Kröflulínu 2, sem þegar er risin. Línuleiðin liggur frá vestari staðarmörkum sveitarfélagsins í Jökulsá á Fjöllum við Núpaskot að staðarmörkum Fljótsdalshrepps á Klausturselsheiði. Landsnet lagði í júlí 2017 fram umhverfisskýrslu í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Þar kemur fram að sá kostur sem Landsnet telur nú heppilegastan, víkur frá línuleiðinni í aðalskipulaginu á 10 km kafla innan Fljótsdalshéraðs.
Lesa

Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéraði

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 7. febrúar 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028. skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa

Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Álfaás í landi Ketilsstaða 1 og 2

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 21.06.2017 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Álfaás í landi Ketilsstaða 1 og 2. Auglýsingin er í samræmi við 1 mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 21.06.2017 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraði 2008-2028 vegna áforma um gistiþjónustu í landi Ketilsstaða.
Lesa

Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 07.06.2017 breytingu á aðalskipulagi. Auglýsingin er í samræmi við 2 mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að gerð er breyting á landnotkun á landi Stóruvíkur.
Lesa