- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Fljótsdalshérað auglýsir eftirfarandi.
Verkefnislýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028, Geitdalsvirkjun.
Fljótsdalshérað auglýsir breytingu á aðalskipulagi vegna vatnsaflsvirkjunar sem Arctic Hydro áformar að reisa í Geitdalsá á Fljótsdalshéraði. Áætlað er að uppsett afl hennar verði 9,9 MW en unnið að frumhönnun virkjunarinnar.
Samkvæmt Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er miðlunar- og inntakslón skilgreint á óbyggðu svæði. Stöðvarhúsið er rétt innan marka landbúnaðarsvæða.
Tillaga um breytingu á aðalskipulagi mun að öllum líkindum fela í sér afmörkun iðnaðarsvæða fyrir tvö lón, þrýstipípu og stöðvarhús, ásamt upplýsingum til skýringar um legu vega að mannvirkjunum.
Útbúin hefur verið verkefnislýsing þar sem gerð er grein fyrir ofangreindri breytingu á aðalskipulaginu og umhverfismati. Lýsingin er aðgengileg á vef sveitarfélagsins. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér efni hennar og koma á framfæri ábendingum. Óskað er eftir því að ábendingar komi fram fyrir 1. apríl 2019. Ábendingar má senda til skipulagsfulltrúa í tölvupósti á netfangið gunnlaugur@egilsstadir.is eða í bréfi til bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs.
Kynning lýsingarinnar og tillögu að breyttu skipulagi, þ.m.t. þessi auglýsing, er skv. 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
f.h. Bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi