- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Blönduð byggð í Fellabæ.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 7. febrúar 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028. skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur það í sér að hluti af íbúðarsvæði í B2 og opnu svæði O8 færist í landnotkunarflokkinn blönduð byggð. Með breytingunni opnast heimild fyrir fjölbreyttari starfsemi á þeim lóðum sem breytingin nær til. Sjá nánar hér.
Deiliskipulag fyrir Tjarnarbrautarreit.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 7. febrúar 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Tjarnarbrautarreit á Egilsstöðum, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samkvæmt tillögunni breytist lögun byggingarreits fyrir fimleika- og frjálsíþróttahús norðan núverandi íþróttahúss, skilmálar eru ítarlegri og gert er ráð fyrir boltavelli sunnan sundlaugar.
Gerð er grein fyrir áhrifum breytingarinnar á nálægar lóðir, m.a. með myndum sem sýna skuggavarp. Tillagan er sett fram í greinargerð og uppdrætti sem sýnir skipulagið fyrir og eftir breytingu skv. tillögunni.
Báðar ofangreindar tillögur liggja frammi á bæjarskrifstofum Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12, Egilsstöðum og þær er einnig að finna á vef sveitarfélagsins, www.fljotsdalsherad.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 28. mars 2018 annað hvort með bréfpósti á heimilisfangið hér fyrir neðan eða með tölvupósti á netfangið gunnlaugur@egilsstadir.is.
f.h. Bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi