Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028

Ketilsstaðir – Gistiþjónusta

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 21.06.2017 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraði 2008-2028 vegna áforma um gistiþjónustu í landi Ketilsstaða. Auglýsingin er í samræmi við 1 mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan að breyttu aðalskipulagi felst í því að breyta landnotkun svæðisins úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði. Tillagan nær til sveitarfélagsuppdráttar B með Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og greinargerðar aðalskipulagsins.

Gögn tillögunar eru aðgengileg á heimasíðu Fljótsdalshéraðs www.fljotsdalsherad.is og í afgreiðslu að Lyngási 12, 700 Egilsstöðum.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir berist á netfangið fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is eða í afgreiðslu að Lyngási 12, 700 Egilsstöðum.
Frestur til að leggja fram athugasemdir er til miðvikudagsins 16.ágúst nk.


Skipulags- og byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs