Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéraði, deiliskipulag flugvallar

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 5. febrúar 2020 að auglýsa að nýju tillögu að breytingu á deiliskipulagi flugvallar á Egilsstöðum, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagið hefur áður fengið málsmeðferð skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og munu allar þær athugasemdir sem áður hafa borist, verða teknar til athugunar og þeim svarað sem um nýjar athugasemdir sé að ræða.

Samkvæmt tillögunni eru helstu breyting á deiliskipulagi flugvallar þessar:  
Að flugvöllur fullnægi reglugerð og kröfum um stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþings og ráðsins (EB) nr. 216/2008. –

Deiliskipulagssvæði er stækkað til að gera ráð fyrir framtíðaruppbyggingu flugvallar sbr. greinagerð með aðalskipulagi. Stækkun flughlaðs og bætt við akstursbraut (taxibraut) fyrir flugvélar. Byggingareitur (10) stækkaður í 57.000 m² og færður til fyrir framtíðaruppbyggingu og verður að lóð nr. 19 við Flugvallarveg. Hámarks nýtingahlutfall er 0,45. Gert ráð fyrir framtíðarstaðsetningu nýrra bílastæða. Heildarflatamál bílastæðareits er 13.300 m² sem fullnægir þörfum ef byggingarreitur Flugvallarvegar nr. 19 verður fullnýttur. Almennt er gert ráð fyrir einu bílastæði á hverja 150 m² vegna bygginga, nema við flugstöð en þar er gert ráð fyrir einu bílastæði á hverja 50 m². Heildarfjöldi bílastæða er að hámarki 380 bílastæði. Afmarkaðar eru sex nýjar lóðir, þrjár lóðir stækkaðar og lóðum gefin götuheiti í stað númera á byggingareit. Gerð er lóð utan um Flugstöðvarbyggingu, Flugvallarvegur 17.  Gerðar eru fimm nýjar lóðir fyrir flugtengda starfsemi Flugvallarvegur 1 - 9.  Lóð Flugvallarvegur 15 (áður hús 2), lóð stækkuð. Lóð Flugvallarvegur 13 (áður hús 4), lóð stækkuð. Lóð Flugvallarvegur 11 (áður hús 5), lóð stækkuð. Leyfilegt hámarks nýtingarhlutfall er 0,50.  Framtíðar aðkoma flugvallar færist.

Að öðru leyti gilda eldri skilmálar. 

Tillagan er sett fram á

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12, Egilsstöðum.  Nýjar athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi  17. mars 2020 annað hvort með bréfpósti á heimilisfangið hér að ofan eða með tölvupósti á netfangið dandy@egilsstadir.is

 f.h. bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi