Greinargerð um fræðasetur Jóns lærða

Lómur á flugi á Úthéraði. Mynd: Skarphéðinn Þórisson.
Lómur á flugi á Úthéraði. Mynd: Skarphéðinn Þórisson.

Í febrúar á þessu ári skilaði starfshópur sem skipaður var að tillögu atvinnu- og menningarnefndar Fljótsdalshéraðs af sér greinargerð „um fræðasetur Jóns lærða og nýtingu á læknishúsinu á Hjaltastað og Hjaltalundi“.

Í niðurstöðukafla greinargerðarinnar segir að í vinnu hópsins hafi Úthéraðið verið „tekið fyrir og skoðað sem vettvangur starfsemi og uppbyggingar á grundvelli náttúru svæðisins, menningu þess og sögu, ferðaþjónustu og fræða- og rannsóknarstarfsemi“.

Þá kemur þar fram að það sé mat hópsins að sérstaða Úthéraðs þegar kemur að náttúru, menningu og sögu, sé það mikil að það hafi alla burði til að geta orðið þungamiðja í margvíslegu rannsóknarstarfi og bjóði upp á mörg tækifæri til þróunar og uppbyggingar á sviði ferðaþjónustu.

Greinargerðina má finna hér á vef Fljótsdalshéraðs.