Fréttir

Hjólað í vinnuna 2019 hefst 8. maí

Á vorin getum við treyst á tvennt: lóan kemur til að kveða burt snjóinn og Hjólað í vinnuna vekur upp keppnisandann og -gleðina. Í ár, líkt og áður, stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna. Í ár fer verkefnið fram frá 8. til 28. maí, en hægt er að skrá sig fram á síðasta dag.
Lesa

Málþing um Egilsstaðaflugvöll

Málþingið Ferðalag ferðamannsins og fisksins að austan verður haldið í Valaskjálf mánudaginn 6. maí kl. 14.00 – 16.30. Á fundinum verður fjallað um tækifærin í Egilsstaðaflugvelli.
Lesa

Áfangastaðurinn Austurland – Hver er þessi staður?

Í dag föstudaginn 3. maí, klukkan 12 – 13 verður haldinn „súpufundur“ um Áfangastaðinn Austurland, á Hótel Héraði. Fundurinn er haldinn á vegum atvinnu- og menningarnefndar. Fljótsdalshéraðs. Fluttar verða tvær stuttar framsögur en síðan er gert ráð fyrir umræðum.
Lesa