- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
SAM félagið grasrótarsamtök skapandi fólks á Austurlandi stendur fyrir Sumarsýningu Sláturhússins - menningarmiðstöðvar og að þessu sinni er útgangspunkturinn hönnun og listhandverk með vísan í menningu svæðisins og staðbundin hráefni. Sýningin verður opnuð 17. júní kl. 17.00.
Sýningin er tvíþætt og sýnir annars vegar afrakstur úr hönnunarverkefninu Design from Nowhere sem fram fór á Austurlandi 2013 2014 og hins vegar samsýningu félaga í SAM félaginu. Samtökin eru ört vaxandi afl á Austurlandi og vinna í alþjóðlegu samstarfi við að tengja saman ólíka þekkingu og reynslu sem leitt getur til nýsköpunar á sviði skapandi greina.
Sýningin stendur til 15. ágúst og er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 18 22 og laugardaga kl. 13 - 17.