SAM félagið grasrótarsamtök skapandi fólks á Austurlandi stendur fyrir Sumarsýningu Sláturhússins - menningarmiðstöðvar og að þessu sinni er útgangspunkturinn hönnun og listhandverk með vísan í menningu svæðisins og staðbundin hráefni. Sýningin verður opnuð 17. júní kl. 17.00.
Sýningin er tvíþætt og sýnir annars vegar afrakstur úr hönnunarverkefninu Design from Nowhere sem fram fór á Austurlandi 2013 2014 og hins vegar samsýningu félaga í SAM félaginu. Samtökin eru ört vaxandi afl á Austurlandi og vinna í alþjóðlegu samstarfi við að tengja saman ólíka þekkingu og reynslu sem leitt getur til nýsköpunar á sviði skapandi greina.
Sýningin stendur til 15. ágúst og er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 18 22 og laugardaga kl. 13 - 17.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.