Sumarnámskeið fyrir börn á Héraði

Dagana 6. til 24. júní verður börnum á aldrinum 10 til 12 ára boðið að taka þátt í spennandi sumarnámskeiði sem verður á vegum félagsmiðstöðvarinnar Nýungar. Námskeiðið fer fram í Nýung og víðar og er frá 09:00 til 12:30 virka daga.

Aðaláherslur námskeiðsins eru að styrkja félagslega þætti, leiðtogahæfni og samvinnu einstaklinga í gegnum leiki, útivist og hreyfingu.
Tímabil 6. til 16. júní, verð 8.000 krónur.
Tímabil 6. til 24. júní, verð 10.000 krónur.

Stjórnendur námskeiðsins eru Árni Heiðar Pálsson, Reynir Hólm Gunnarsson og Þórdís Kristvinsdóttir.

Skráning og allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Árna Heiðari Pálssyni í gegnum netfangið arnipals@egilsstadir.is og í síma 866-0263.