- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Arctic Hydro vinnur að undirbúningi virkjunar í Geitdalsá á Fljótsdalshéraði. Um er að ræða allt að 9,9 MW virkjun sem myndi tengjast dreifikerfi Landsnets við Hryggstekk um jarðstreng.
Þriðjudaginn 26. mars, milli klukkan 14:00 og 18:00, verða aðilar frá Arctic Hydro og verkfræðistofunni Mannvit með opið hús í Félagsheimilinu á Arnhólsstöðum í Skriðdal. Þar gefst íbúum og öðrum tækifæri til að kynna sér hugmyndir að virkjun og fyrirhugað ferli sem er framundan.
Allir sem áhuga hafa á þessu verkefni og láta málið sig varða eru hvattir til að koma við á Arnhólsstöðum 26. mars og ræða við fulltrúa Artic Hydro og Mannvits. Kaffiveitingar.