List án landamæra hefst á morgun

List án landamæra á Austurlandi verður hleypt af stokkunum í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum fimmtudaginn 27. apríl klukkan 17:00. Margt er á dagskrá en auk sýninga í Sláturhúsinu eru sýningar í Skriðuklaustri, í Gistihúsinu Egilsstöðum, á Hótel Héraði, í Glóð Valaskjálf og í Húsi handanna. 

En List án landamæra fer einnig fram á Djúpavogi, Neskaupstað, Seyðisfirði og á Borgarfirði eystra. Allar sýningar á Héraði hefjast 27. apríl og standa til 11. maí.

Opnunarhátíð Listar án landamæra á Fljótsdalshéraði - Frystiklefinn Sláturhúsi Menningarsetri fimmtudaginn 27. apríl klukkan 17:00

Frystiklefinn Sláturhús Menningarsetur
Spuni - Tónlist - DJPartý - Myndlist
Spunahópur frá Stólpa hæfingarstöð í samstarfi við Charles Ross
Tónlistaratriði frá Starfsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum
DJPartý - Aron Kale og Ragnar Jónsson

Sýningar í Sláturhúsi Menningarsetri
Endurnýting - Jónína Bára Benediktsdóttir í samstarfi við Evu Hrund Kjerúlf klæðskera
Daníel - Daníel Björnsson í samstarfi við Odd Eystein Friðriksson (Odee) listamann
Bland í poka - Samsýning einstaklinga af Starfsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum
Líf í leir og gleri - Samsýning einstaklinga úr Starfsendurhæfingu Austurlands
Lauf í lautu - Samsýning einstaklinga úr Ásheimum mann- og geðræktarmiðstöð

Skriðuklaustur í Fljótsdal
Listamaður List án Landamæra 2017 Gígja Guðfinna Thoroddsen

Gistihúsið Egilsstöðum
Eðvarð Björn Kristjánsson (Eddi) - Röðun í samstarfi við Írisi Lind Sævarsdóttur myndlistarkonu
Samsýning Theodóru Lindar Thorarensen (Tedda) og Sjafnar Sigurðardóttur - Litróf í samstarfi við Írisi Lind Sævarsdóttur myndlistarkonu
Aron Kale - Sjálfsögð saga í samstarfi við Írisi Lind Sævarsdóttur myndlistarkonu

Hótel Hérað
Samsýning Karls Sveinssonar, Kristófers Ástvaldssonar, Kristbjörns Ingibjörnssonar, Daníels Jóhanns Ström og Aron Kale - Timburmenn í samstarfi við Gissur Árnason kennara

Glóð
Stefán Þórormur Magnússon – Hugverk

Hús handanna
Anne Kampp - Sýning á leirlistaverkum unnin út frá íslenskum handritum.