- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Liðin þurftu síðan að svara 25 spurningum um ýmis málefni með borðsvarsfyrirkomulagi og það var lið Giljagaurs sem vann með 22 stig en naumari gat sigurinn ekki verið, þar sem næsta lið fékk 21 stig.
Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá þegar Sverrir Gestsson, skólastjóri afhendir fyrirliða og yngsta keppanda Giljagaurs Ómarsbjölluna. Á myndinni eru þau Garðar, Bragi, Jónas, Venni og Líney en Droplaug og Heimir gátu ekki verið við verðlaunaafhendinguna.
Úr Fellaskóla fer Ómarsbjallan síðan yfir í Egilsstaðaskóla en endar svo í Brúarásskóla áður en hún fer aftur suður og verður þá tilbúin í úrslitaþáttinn í vor.