- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Egilsstaðaskóli tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi skóli í fjórða sinn. Í ár er lögð áhersla á forvarnir. Heilsudagar verða haldnir í skólanum á morgun, miðvikudaginn 23. nóvember og fimmudaginn 24. nóvember.
Í fyrramálið verður boðið upp á hafragraut í matsalnum frá klukkan 8.20 til 8.50 og eru allir nemendur hvattir til að mæta snemma og fá sér staðgóðan morgunmat.
Um kvöldið verður fræðslufundur Héraðsforeldra í sal skólans um heilsu og velferð barna á Fljótsdalshéraði. Fundurinn hefst klukkan 20. En á fimmtudagsmorgun verður gengið í bekki og boðið upp á krafthræru.