- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Í gær, 8. apríl, mætti Erna Friðriksdóttir skíðakona á fund menningar- og íþróttanefndar og tók við styrk að upphæð 250.000 kr. og viðurkenningarskjali frá Fljótsdalshéraði þar sem henni er óskað til hamingju með þátttökuna á Olympíumóti fatlaðra í Sochi í mars og fyrir að vera öðru íþróttafólki góð fyrirmynd.
Erna sýndi síðan myndir frá Sochi og Coloradó í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið við æfingar undanfarin misseri.
Á myndinni má sjá Ernu og Pál Sigvaldason, formann nefndarinnar.