Fljótsdalshérað auglýsir breytingu á aðalskipulagi

Tillaga um breytingu á aðalskipulagi m.a. vegna aukinnar aðsóknar að Stuðlagili, stuðlabergsgil í Jö…
Tillaga um breytingu á aðalskipulagi m.a. vegna aukinnar aðsóknar að Stuðlagili, stuðlabergsgil í Jökulsá á Dal.

Fljótsdalshérað auglýsir eftirfarandi.

Verkefnislýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028, ferðaþjónusta að Grund, Jökuldal.

Fljótsdalshérað auglýsir breyting á aðalskipulagi. Landeigendur hafa áhuga á að fara í uppbyggingu á jörð sinni til að taka á móti vaxandi straumi ferðamanna. Eftir að Stuðlagil, stuðlabergsgil í Jökulsá á Dal, varð vinsælt meðal ferðamanna hefur umgangur um svæðið aukist og fyrirhuguð er uppbygging innviða til að taka á móti ferðamönnum. Sveitarfélagið hefur því í samvinnu við landeigendur hafið undirbúning tillögu að breyttu aðalskipulagi fyrir svæðið.

Samkvæmt Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er jörðin skráð sem landbúnaðarsvæði. Búskap var hætt kringum 1995 en túnin hafa verið nýtt síðan. Við bæjarstæðið er tilgreint frístundabyggðarsvæði F12 en það er í flokki þeirra svæða þar sem skipulagið heimilar allt að 10 frístundahús. Gera má ráð fyrir að með breytingunni muni F12 hverfa en í staðinn koma punktafmörkun svæðis í flokki verslunar- og þjónustusvæða.

Útbúin hefur verið verkefnislýsing þar sem gerð er grein fyrir ofangreindri breytingu á aðalskipulaginu. Lýsingin er aðgengileg á vef sveitarfélagsins www.fljotsdalsherad.is. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér efni hennar og koma á framfæri ábendingum. Óskað er eftir því að ábendingar komi fram fyrir 20. janúar 2019. Ábendingar má senda til skipulagsfulltrúa í tölvupósti á netfangið gunnlaugur@egilsstadir.is eða í bréfi til bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs.
Kynning lýsingarinnar og tillögu að breyttu skipulagi, þ.m.t. þessi auglýsing, er skv. 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010


f.h. Bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson

Skipulags- og byggingarfulltrúi