Dansnámskeið á Egilsstöðum í september

Námskeið 1

Dansskóli Austurlands býður upp á dansnámskeið í nútímadansi og dansleikum fyrir börn og unglinga frá 8 til 15 ára aldri.
Æfingar hefjast þriðjudaginn 1. september og námskeiðinu lýkur fimmtudaginn 1. oktober. Danskennari Alona Perepelytsia.

Tímarnir og hópaskipt:
Hópur 1 - 8-9 ára - þriðjudaga og fimmtudaga kl.16:30-17:30
Hópur - 10-12 ára - þriðjudaga og fimmtudaga kl.17:40-18:40
Hópur 3 - 13-15 ára - þriðjudaga og fimmtudaga kl.18:50-19:50

Hámark þátttakenda í hverjum hóp - 8 manns. Muna 2 metra regluna.

* Ath. tímarnir og hópaskipt getur breyst ef það verða fleiri eða færri þátttakendur skráðir. Námskeiðið kostar 10.000 krónur.

Skráning fer í gegnum GOOGLE FORMS https://forms.gle/oeeEgLFgFsL2wej89
Fyrir frekari upplýsingar sendið tölvupóst á dansausturland@gmail.com.
Námskeiðið er fyrir bæði stráka og stelpur, og það skiptir ekki máli hvaða dansbakgrunn þau hafa.
Dans er frábær æfing fyrir líkamann sem og huga og heila.

Námskeið 2

Helgarnámskeið fyrir alla frá 16 ára aldri. Dansnámskeið verður haldið tvisvar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Fyrra námskeiðið verður 4. – 5. september
Seinna námskeiðið 18. – 19. september.
Danskennari Alona Perepelytsia

Sama dagskrá báðar helgar.

Föstudaginn 4. september/18. september kl. 16: 30-19: 30

  •  upphitun
  •  nútímadans æfing
  •  improvisation/spuni
  •  nútíma djass kóreografía
  •  teygjuæfingar

Laugardaginn 5. september/19. september  kl. 14: 00-17: 00

  • upphitun
  • gólfvinna
  • nútímadans kóreografía
  • pilates

Hámark þátttakenda á hverju námskeiði - 8 manns. Muna 2 metra regluna.
Hvort helgarnámskeið kostar 10.000 krónur (Föstudagur og laugardagur - 6 tíma æfing)
Námskeiðið er fyrir bæði konur og karla og það skiptir ekki máli hvaða dansbakgrunn þið hafið.

Skráning í gegnum GOOGLE FORMS https://forms.gle/dWYiGpTnPD4dw7HE9

Fyrir fleiri upplýsingar sendið í tölvupóst á dansausturland@gmail.com

Þetta námskeið er gott fyrir þá sem:

  •  vilja alltaf prófa að dansa og hafa engan tíma til að taka langt námskeið,
  •  vilja ekki gera leiðinlega líkamsrækt í ræktinni en vilja vera í góðu formi,
  •  vilja prófa eitthvað nýtt,
  •  elska að dansa og langar að æfa,
  •  hafa áhuga á hreyfingum, leikhúsi og sviðlistum,
  •  eða vilja bara skemmta sér um helgar!