- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Staða skólastjóra við tónlistarskóla Egilsstaða er laus til umsóknar frá og með næsta hausti. Mikil og almenn þátttaka er í tónlistarnámi á Héraði og eru tónlistarskólar sveitarfélagsins öflugir bakhjarlar tónlistar og menningarlífs á svæðinu.
Leitað er að tónlistarkennara með reynslu af stjórnunarstörfum sem hefur frumkvæði og metnað og er hæfur í mannlegum samskipum ásamt því að hafa skipulagshæfileika og geta notað upplýsingatækni í starfi. Umsóknarfrestur rennur út 12. apríl. Nánari upplýsingar má sjá á vef Fljótsdalshéraðs undir Störf í boði.
Þá má benda á að einnig auglýst eftir leikskólastjóra við sameinaðan leikskóla á Egilsstöðum og leikskólakennurum. Loks leitar Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs eftir starfsfólki í búsetuþjónustu við fatlað fólk á Fljótsdalshéraði bæði föst störf og sumarafleysingar.