Staða skólastjóra við tónlistarskóla Egilsstaða er laus til umsóknar frá og með næsta hausti. Mikil og almenn þátttaka er í tónlistarnámi á Héraði og eru tónlistarskólar sveitarfélagsins öflugir bakhjarlar tónlistar og menningarlífs á svæðinu.
Leitað er að tónlistarkennara með reynslu af stjórnunarstörfum sem hefur frumkvæði og metnað og er hæfur í mannlegum samskipum ásamt því að hafa skipulagshæfileika og geta notað upplýsingatækni í starfi. Umsóknarfrestur rennur út 12. apríl. Nánari upplýsingar má sjá á vef Fljótsdalshéraðs undir Störf í boði.
Þá má benda á að einnig auglýst eftir leikskólastjóra við sameinaðan leikskóla á Egilsstöðum og leikskólakennurum. Loks leitar Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs eftir starfsfólki í búsetuþjónustu við fatlað fólk á Fljótsdalshéraði bæði föst störf og sumarafleysingar.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.