Auglýst eftir Erninum

Örninn eftir Grétar Reynisson fékk flest atkvæði gesta á Skógardeginum mikla í Halormsstaðaskógi ári…
Örninn eftir Grétar Reynisson fékk flest atkvæði gesta á Skógardeginum mikla í Halormsstaðaskógi árið 2017 í samkeppni um besta listaverkið úr trjáviði. Verkið hefur fengið að prýða miðbæ Egilsstaða óáreitt þar til nú.

Í gærmorgun, 4. ágúst, uppgötvaðist að búið var að fjarlægja Örninn, tréskúlptúr eftir Grétar Reynisson, sem staðið hefur undanfarin þrjú ár við Fagradalsbrautina á Egilsstöðum, ekki langt frá Landsbankanum, fólki til ánægju og gleði. Töluvert afl hefur þurft til að ná honum af steyptum undirstöðum.

Þau sem kunna að hafa upplýsingar um hvar Örninn er niðurkominn geta komið ábendingum til lögreglunnar á Austurlandi í síma 444 0600, netfangið austurland@logreglan.is eða í gegnum Messenger á Facebook síðu Lögreglunnar á Austurlandi.