- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Katherine Wren og Charles Ross leika styttri verk og leika af fingrum fram í Sláturhúsinu menningarsetri, þriðjudaginn 2. apríl klukkan 20.
Katherine Wren lagði stund á tónlistarnám við Háskólann í Manchester og Royal Northern College of Music í Englandi og leikur með þjóðarsinfóníuhljómsveit Skotlands. Katherine snýr aftur til Íslands en hún heimsótti m.a. Tónlistarskólann á Egilsstöðum 2016 og leikur nú ásamt Charles Ross í Mengi í Reykjavík og á Egilsstöðum.
Charles Ross er og hefur verið, tónlistarlífi á Austurlandi uppspretta innblásturs og tónlistarþekkingar um langa hríð. Hann hefur lagt áherslu á að vinna með tónlist sem dylst í lítt þekktum tónlistarafkimum en höfundarverk hans hafa verið flutt og útvarpað af Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit BBC í Skotlandi.