Skógrækt á Davíðsstöðum ekki matsskyld

Davíðsstaðir er ysta jörð Eiðaþinghár, austan við Grafarvatn við Lagarfljót. Borgarfjarðarvegur (þjó…
Davíðsstaðir er ysta jörð Eiðaþinghár, austan við Grafarvatn við Lagarfljót. Borgarfjarðarvegur (þjóðvegur 94) liggur austan við og meðfram landi Davíðsstaða. Austan vegarins er Hleinagarður I sem stendur vestan við Gilsá.

Ákvörðun um matsskyldu
Skógrækt á Davíðsstöðum
Mat á umhverfisáhrifum

Á fundi bæjarráðs nr. 390 þann 26. júní 2017 var tekin sú ákvörðun að hefðbundin nytjaskógrækt, 50 ha í landi Davíðsstaða skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum skv. 6 gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, með vísun í tl.1.07 í 1. viðauka og með hliðsjón af viðmiðum 2. viðauka sömu laga.

Ákvörðunin er aðgengileg á heimasíðu Fljótsdalshéraðs www.fljotsdalsherad.is og í afgreiðslu að Lyngási 12, 700 Egilsstöðum.

Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Frestur til að leggja fram kæru er til 31.júlí 2017.


Skipulags- og byggingarfulltrúi
Fljótsdalshéraðs