Vegna staðfests smits COVID-19 á Austurlandi verður eftirfarandi stofnunum á vegum Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs lokað frá og með 25. mars 2020. Lokun mun vara þar til fyrirmæli frá sóttvarnarlækni gefa tilefni til enduropnunar.
Þeir sem hafa notið þjónustu í dagdvöl býðst að fá bakkamat sendan heim og að fá stuðning frá starfsmönnum inn á heimili. Hafa skal samband við forstöðumann Hlymsdala eða félagsþjónustu varðandi spurningar þar að lútandi.
Skjólstæðingar Stólpa verða heima hjá sér og njóta aðstoðar starfsmanna á eigin heimili. Þeir sem búa í íbúðasambýli eru vinsamlega beðnir um að fá ekki gesti á heimili sín, aðra en starfsmenn nema brýna nauðsyn beri til og þá í samstarfi við yfirmenn viðkomandi eininga.
Starfssemi Ásheima leggst niður um óákveðinn tíma en notendur hvattir til að eiga samskipti í gegnum fjarfundarbúnað.
Áréttað skal að ef einhver telur sig hafa þörf fyrir þjónustu eða stuðning inn á heimili er hægt að hafa samband við starfsmenn félagsþjónustu í síma 4700700.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.