- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Vegna staðfests smits COVID-19 á Austurlandi verður eftirfarandi stofnunum á vegum Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs lokað frá og með 25. mars 2020. Lokun mun vara þar til fyrirmæli frá sóttvarnarlækni gefa tilefni til enduropnunar.
Þeir sem hafa notið þjónustu í dagdvöl býðst að fá bakkamat sendan heim og að fá stuðning frá starfsmönnum inn á heimili. Hafa skal samband við forstöðumann Hlymsdala eða félagsþjónustu varðandi spurningar þar að lútandi.
Skjólstæðingar Stólpa verða heima hjá sér og njóta aðstoðar starfsmanna á eigin heimili. Þeir sem búa í íbúðasambýli eru vinsamlega beðnir um að fá ekki gesti á heimili sín, aðra en starfsmenn nema brýna nauðsyn beri til og þá í samstarfi við yfirmenn viðkomandi eininga.
Starfssemi Ásheima leggst niður um óákveðinn tíma en notendur hvattir til að eiga samskipti í gegnum fjarfundarbúnað.
Áréttað skal að ef einhver telur sig hafa þörf fyrir þjónustu eða stuðning inn á heimili er hægt að hafa samband við starfsmenn félagsþjónustu í síma 4700700.