Hvernig líður börnunum?

Myndin var tekin í Lómatjarnargarði í ágúst í fyrra.
Myndin var tekin í Lómatjarnargarði í ágúst í fyrra.

Mánudaginn 8. október klukkan 20:00 býður Fljótsdalshérað foreldrum í sveitarfélaginu upp á kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar Hagir og líðan sem rannsóknarmiðstöðin Rannsóknir og greining leggja fyrir 8.-10. bekkinga á Íslandi á hverju ári. Áhersla kynningarinnar verður að venju á unglinga á Fljótsdalshéraði og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, fer yfir niðurstöðurnar.

Til viðbótar við kynningu Margrétar Lilju verður verkefnastýra Heimilis og skóla með erindi um mikilvægi foreldra í forvörnum og 18 ára ábyrgð.

Foreldrar barna og unglinga á aldrinum 12-18 ára eru sérstaklega hvattir til að gefa sér tíma og mæta á fræðslufundinn, þetta er málefni sem varðar okkur öll. Unglingar eru hvattir til að mæta með foreldrum sínum.

Kynningarfundurinn verður haldinn í hátíðarsal Egilsstaðaskóla.