- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Warén Music sendi frá sér fyrir jól plötuna Ekki bara fyrir börn". Diskurinn hefur að geyma ellefu amerísk þjóðlög með nýjum íslenskum textum.
Diskurinn er hugarfóstur Halldórs Warén og Charles Ross og fengu þeir vini og ættingja til þess að aðstoða sig við gerð plötunar. Meðal þeirra eru Magni Ásgeirsson, Esther Jökulsdóttir, Eyrún Huld Haraldsdóttir, Bára Sigurjónsdóttir og Freyr Eyjólfsson.
Fyrirmynd disksins er hljómplatan Not Just For Kids" sem Jerry Garcia, úr Grateful Dead, og David Grisman gáfu út árið 1993. Halldór og Charles nota flest sömu lögin og Garcia og Grisman en með nýjum útsetningum og íslenskum textum. Sævar Sigurgeirssonar, úr Ljótu hálfvitunum, hefur staðfært alla textana nema tvo. Annað lagið, um Flökku Jóa, hefur lengi verið sungið á Ísland en Héraðsbúinn Stefán Bragason á textann um Lagarfljótið.
Diskurinn er kominn í almenna dreifingu en einnig er hægt að hlusta á hann og kaupa á www.warenmusic.bandcamp.com.