Vorhátíð Tjarnarlands

Á miðvikudaginn 28. maí fór fram vorhátíð leikskólans Tjarnarlands. Hátíðin fór fram í blíðskaparveðri við sviðið í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Allar deildir leikskólans voru með skemmtiatriði.

 

Á Tjarnargarðssviðinu sýndu nemendur Tjarnarlands leikþætti, söng og dans fyrir framan stóran hóp gesta. Allir nemendur leikskólans stigu á stokk. Sérstaka lukku vakti leikritið um Búkollu sem sýnt var í nýstárlegu útfærslu. Að loknum skemmtiatriðum fór fram útskrift 5 ára nemenda. Fengu 5 ára börnin afhent blóm og útskriftarskirteini frá Pálínu Aðalbjörgu Pálsdóttur, leikskólastjóra. Það voru stolt börn í útskriftarhópnum sem voru mynduð í lok samkomunar, ekki var annað að sjá en þau væru jafnvel enn stoltari en nýstúdentarnir sem útskrifaðir voru úr ME um síðastliðna helgi.

Að lokum var haldið yfir í Tjarnarland þar sem grillaðar voru pylsur og haldið veglegt pylsupartí í boði foreldrafélagsins.