Vodafone færir Fljótsdalshéraði reiðhjól

Gestir og gangandi á Egilsstöðum eiga þess kost í sumar að fara víðar og lengra en ellla á reiðhjólum í boði Vodafone. Um 30 reiðhjól verða afhent hvoru sveitarfélagi og munu þau nýtast sem ókeypis farkostur fyrir bæjarbúa og ferðafólk í allt sumar.

 

Reiðhjólunum verður komið fyrir við sundlaugar staðanna og verða þau aðgengileg til notkunar á opnunartíma þeirra í sumar. 

Frumkvæðið að verkefninu kemur frá Vodafone, sem hefur unnið með sveitarfélögunum að framkvæmdinni undanfarna mánuði. Tryggingamiðstöðin mun útvegar reiðhjólahjálma sem fást afhentir í afgreiðslu sundlauganna til notkunar með hjólunum.

Vodafone afhendir alls um 400 reiðhjól í 13 sveitarfélögum á landsbyggðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem reiðhjólum er dreift til almennings með þessum hætti á Íslandi, en víða í stórborgum erlendis þekkist svipað fyrirkomulag.  Með verkefninu komast því Akureyri, Akranes, Borgarnes, Dalvík, Egilsstaðir, Grindavík, Húsavík, Ísafjörður, Neskaupstaður, Reykjanesbær, Sauðárkrókur, Selfoss og Vestmannaeyjar í hóp stórborga á borð við Kaupmannahöfn og Barcelona!

Markmið Vodafone með framtakinu er að hvetja til hollrar og skemmtilegrar hreyfingar yfir sumartímann og auðvelda fólki að ferðast innanbæjar á umræddum stöðum. Starfsmenn sveitarfélaganna munu fylgjast með hjólunum á hverjum stað og annast nauðsynlegar viðgerðir.