Visitegilsstadir.is komin í loftið

Nýverið fór í loftið ný heimasíða Þjónustusamfélagsins á Héraði, www.visitegilsstadir.is. Heimasíðunni er ætlað að draga fram afþreyingu, áhugaverða staði og þjónustu á Héraði, bæði á íslensku og ensku. Henni er ætlað að vera leiðarvísir fyrir ferðamenn og skipar stóran sess í að gera Héraðið og allt sem það hefur uppá að bjóða sýnilegra.

Sveitarfélagið greiddi fyrir heimasíðuna og vinnuna við uppsetningu hennar en hún var, ásamt samningi við Þjónustusamfélagið á Héraði, innlegg sveitarfélagsins í markaðssetningu og kynningarmál Fljótsdalshéraðs.

Samhliða heimasíðunni er haldið úti Facebook síðu og Twitter síðu. Það er Þjónustusamfélagið á Héraði, félag verslunar-, ferðaþjónustu- og þjónustuaðila á Héraði, sem hefur umsjón með og rekur visitegilsstadir.is.

Á íslenska hluta heimasíðunnar er nú að finna könnun sem lögð er fyrir heimamenn og varðar ásýnd miðbæjarins á Egilsstöðum.