- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Þáttakendur geta valið mismunandi námskeið sem henta áhugasviði hvers og eins.
Á vísindavikunni eru námskeið í boði sem er ætlað rækta forvitni og rannsóknareðli ungs fólks og auka almennt áhuga þeirra á þekkingu og vísindum. Kynntar verða þekkingarstofnarnir og þekkingarfyrirtæki á Héraði.
Allar nauðsynlegar upplýsingar er að finna á heimasíðu ÞNA (www.tna.is). Þáttökugjald er 15.000 kr. fyrir alla vikuna. Hægt er að velja úr daga og kostar þá kr. 3.000 fyrir hvern dag. Skráning á Vísindaviku fer fram hjá Þekkingarneti Austurlands (ÞNA) í netfang bergthora@fna.is og í síma 471-2838. Námskeiðin verða haldinn hjá Þekkingarneti Austurlands, Tjarnarbraut 39e nema annað sé tekið fram.
Aðstandendur Vísindaviku eru Fljótsdalshérað, Þekkingarnet Austurland, Fjarðaál, RUV, Skógrækt ríkisins, Minjasafn Austurlands og Náttúrustofa Austurlands. Verkefnið er unnið í samstarfi við Vísindavef Háskóla Íslands og Háskóla Unga Fólksins, sjá www.ung.is og www.visindavefurinn.is.
Meðfylgjandi er dagskrá og upplýsingar um þau námskeið sem eru í boði á Vísinduviku á Héraði:
18. ágúst Viltu starfa við fjölmiðla? Kl. 10-16
Kynning á starfi fjölmiðla og hvernig þeir nálgast samfélagið. Farið verður yfir þær leiðir sem íbúar, sérstaklega ungt fólk getur farið til að koma brýnum úrlausnarefnum á framfæri og í framkvæmd. Áhersla verður á félagsstarf ungs fólks á Fljótsdalshéraði, hvað stendur til boða , hverju óskum við eftir og hvernig getum við sjálf haft áhrif? Farið verður í heimsókn í Svæðisútvarpið, helsti búnaður skoðaður, tekin viðtöl sem notuð verða á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.
Boðið er uppá léttan hádegisverð.
Leiðbeinandi: Ásgrímur Ingi Arngrímsson
Staður: Þekkingarnet Austurlands, Tjarnarbraut 39e
19. ágúst Lesið í skóginn,fjölþættar skógarnytjar kl. 10-16
Þátttakendur kynnast fjölþættum nytjum skógarins m.a með því að hirða skóginn með handverkfærum, kynnast grundvallarþáttum skógarvistfræðinnar, mæla skóginn með gömlum og nýjum mælingaraðferðum, læra að tálga með hníf og exi og búa til nytjahluti úr ferskum viði beint úr skóginum, vinna að verkefnum sem tengjast upplifun og skapandi verkefnum í skógi, kynnast eldbakstri og borða í skóginum.
Leiðbeinandi: Ólafur Oddsson
Staður: Hallormsstaður, farið verður með rútu frá Þekkingarneti Austurlands kl.10
20. ágúst Hver erum við og hvaðan komum við? kl. 10-16
Kynningar tengdar sögu og menningu á Héraði fyrr og nú, í Minjasafni Austurlands.
Síðan verður ekið í Skriðuklaustur , borðaður léttur hádegisverður , skoðaðar sýningar og unnið að verkefnum tengd fornleifauppgreftri.
Boðið verður upp á léttan hádegisverð á Skriðuklaustri
Leiðbeinendur: Inga Hanna Jónsdóttir, Elfa Hlín Pétursdóttir, Halldóra Tómasdóttir
Staður: Minjasafn Austurlands og síðan farið með rútu í Skriðuklaustur
21.ágúst - Hálendið, eyðimörk eða unaðsreitur? kl. 9-17
Ekið verður í Möðrudal um Hárekstaðaheiði og þaðan í Sænautasel. Hálendið þar í kring skoðað. Rætt um plöntur, dýr og mannlíf á hálendinu og kannaðar rústir í nágrenni Sænautasels. Skoðaðir veiðimöguleikar í Sænautavatni og þátttakendur fá að gera að gera að fiski ef veiðist.
Boðið er uppá léttan hádegisverð og lummur í Sænautaseli.
Á leiðinni til baka verður komið við á Skjöldólfsstöðum og hreindýrasýningin skoðuð.
Leiðbeinandi: Rán Þórarinsdóttir og Skarphéðinn Þórisson
Staður: Sænautasel, lagt af stað frá Þekkingarneti Austurlands, Tjarnarbraut 39 e kl. 9, athugið að þennan dag verður langt af stað kl. 9.
22. ágúst Heimurinn, stjörnurnar og endimörk alheimsins. Kl. 10-16
Fjallað er um stjörnuhimininn, stjörnumerkin og tilurð þeirra, reikistjörnurnar og sólkerfið. Einnig um leiðangra til Tunglsins,Mars og fleiri hnatta í sólkerfinu og leitina að lífvænum aðstæðum utan jarðarinnar.
Þátttakendur kynnast stjörnuveri sem er sýndarheimur þar sem áhorfendur sitja inni í kúlulaga hvelfingu og sérstakt sýningartæki varpar mynd af stjörnuhimninum á veggi hennar. Þar sést hvernig stjörnuhimininn blasir við án nokkurrar ljósmengunar. Í stjörnuverinu fræðast áhorfendur reikistjörnur og önnur framandi stjarnfyrirbæri. Þeir læra m.a. að finna Stjórabjörn og Pólstjörnuna og þekkja áberandi stjörnumerki á tilteknum árstíðum og nokkrar bjartar stjörnur.
Þeir fræðast um horfna menningarheima, öðlast skilning á sólkerfinu, hvað er að sjá í vetrarbrautinni auk fjölda annarra þekkingarbrota um alheiminn. Um kvöldið verður opið hús fyrir alla (ef veður leyfir) þar sem möguleiki er á að skoða stjörnur í stjörnukíki.
Boðið er upp á léttan málsverð í hádeginu.
Leiðbeinendur: Sævar Helgi Bragason og Snævarr Guðmundsson
Staður: Þekkingarnet Austurlands, Tjarnarbraut 39 e