Vísindagarður ehf. - Framkvæmdarstjóri

Staða framkvæmdastjóra Vísindagarðsins ehf. hefur verið auglýst laus til umsóknar. Vísindagarðurinn var stofnaður í apríl 2007 á Fljótsdalshéraði, en tilgangur hans er að vera miðstöð þjónustu- og rannsóknastofnana.
Starfssvið framkvæmdastjóra er að þróa og innleiða ný verkefni, hugmyndir og úrræði til eflingar samstarfs rannsóknar – og þjónustustofnana sem tengdar eru Vísindagarðinum. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á fjárhagsáætlunargerð, daglegum rekstri og starfsmannahaldi. Einnig ber hann ábyrgð á framkvæmd stefnu og samþykktum stjórnar Vísindagarðsins ásamt því að hafa samskipti við einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og hagsmunasamtök.
Framkvæmdarstjórinn þarf að hafa háskólamenntun sem nýtist honum í starfi og er framhaldsmenntun æskileg. Lögð er áhersla á að viðkomandi sé framsýnn, metnaðarfullur, taki frumkvæði og geti unnið sjálfstætt, ásamt hæfni í mannlegum samskiptum. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar um Vísindagarðinn má nálgast á heimsíðu hans www.visindagardurinn.is.
Umsóknir skulu sendar til Vísindagarðsins ehf., Tjarnarbraut 39A, 700 Egilsstaðir eða á netfangið postur@visindagardurinn.is eigi síðar en 30. nóvember 2008. Upplýsingar um starfið veitir Ívar Jónsson í síma 471-1700.