Vinnustofur lausar í Sláturhúsinu

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs hefur auglýst vinnuaðstöðu fyrir listamenn í Sláturhúsinu til umsóknar. Í Sláturhúsinu eru fjölbreytt rými sem leigð eru út til listamanna til lengri eða styttri tíma. Vinnustofurnar eru mismunandi að stærð og henta því fyrir fjölbreytta starfsemi. Öll rýmin eru samnýtt af tveimur eða fleirum leigjendum. Vinnustofurnar eru leigðar minnst í mánuð og mest til 2ja ára í senn. Vinnustofurnar verða lausar til afhendingar 15. október 2015. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um feril, fyrirliggjandi verkefni og hvernig umsækjandi hyggst nota vinnustofuna, í hve langan tíma og hversu margar rýmiseiningar hann telur sig þurfa.

Umsóknir sendist á mmf@egilsstadir.is eða MMF Sláturhúsinu Kaupvangi 7, 700 Egilstöðum.
Upplýsingar á skrifstofu tíma í síma 471-1479 eða í tölvupósti mmf@egilsstadir.is . Sjá einnig Facebook-síðu MMF https://www.facebook.com/menningarmidstodfljotsdalsherads?fref=ts