- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Vinnuskóli Fljótsdalshéraðs verður starfræktur frá 6. júní til 15. ágúst 2014. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni ýmist fyrri hluta tímabilsins, síðari hlutann eða um mitt tímabilið. Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 27. apríl og þeir sem geta sótt um eru íbúar sveitarfélagsins sem fæddir eru árin 1998, 1999 og 2000. Í upphafi starfsárs vinnuskólans fá nemendur fræðslu og tilsögn sem tengist þeim verkefnum sem fyrir liggja.
Verkefni vinnuskólans eru mjög fjölbreytt. Helstu verkefni eru hreinsun og snyrting beða og göngustíga, gróðursetning garð- og skógarplantna, stígagerð, tyrfing, hreinsun gatna og lóða, að ógleymdum slætti og rakstri. Auk þess geta nemendur sóst eftir að vera í listahóp.
Upplýsingar varðandi laun og vinnutíma má sjá hér á vef Fljótsdalshéraðs en þeir sem óska eftir vinnu í vinnuskólanum verða að sækja um í gegnum Íbúagáttina sem allir íbúar sveitarfélagsins 18 ára og eldri geta fengið aðgang að. Foreldrar og/eða forráðamenn verða því að aðstoða nemendur við að skila inn umsóknum.
Allar ákvarðanir varðandi vinnuskólann verða endurskoðaðar síðar ef þurfa þykir. En áréttað er að sækja verður um á Íbúagáttinni í síðasta lagi á sunnudaginn.