Vinnuskólinn græðir land

Undanfarin ár hefur Vinnuskóli Fljótsdalshéraðs tekið þátt í uppgræðslustörfum á vegum Landgræðslu ríkisins í Arnórsstaðarmúla á Jökuldal. Að þessu sinni tók 51 unglingur þátt í þessu mikilvæga starfi. 

Þeir dreifðu áburði og fræi á rofið brattlendi og einnig gömlu heyi í rofabörð. Auk þess var farið í fræðslugöngutúr um svæðið. Guðrún Schmidt, héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins á Austurlandi telur það vera mikinn ávinning fyrir landgræðslustarfið að fræða þennan aldurshóp með þessum hætti um landgræðslumálefni. Hún þakkar öllum þátttakendum fyrir skemmtilega og árangursríka daga og Fljótsdalshéraði fyrir þetta góða framlag til að græða upp land og að ala upp landgræðslufólk framtíðarinnar.