Þessa dagana stendur yfir undirbúningur fyrir vinnuskóla Fljótsdalshéraðs en fyrstu nemendurnir mæta til vinnu 6. júní. Dagur Skírnir Óðinsson verður verkstjóri vinnuskólans í sumar en Freyr Ævarsson sem gegnt hefur því starfi undanfarin sumur er í fæðingarorlofi. Mér líst mjög vel á komandi sumar, við erum með topp flokkstjóra og það eru duglegir árgangar að koma inn í ár", segir Dagur sem er nýmættur til vinnu.
Umsóknir um störf hjá vinnuskólanum eru óvenju fáar í ár. Undanfarin ár hafa verið mun fleiri unglingar í vinnuskólanum en verða í sumar. Þetta eru flottir árgangar svo það kemur mér ekki á óvart hversu margir þeirra hafi dottið í vinnu hjá fyrirtækjum í sveitarfélaginu. Eins segir þetta mér að atvinnuástandið hljóti að vera gott hér á Fljótsdalshéraði, svo það er bara flott," sagði Dagur að lokum.
Nemendur mega búast við að fá staðfestingu um vinnu í dag, mánudag, eða á morgun, inn á Íbúagáttinni, en allir nemendur fá vinnu á þeim tíma sem þeir óskuðu eftir.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.