Landgræðsluverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Gunnarsholti í vikunni. Vinnuskóli Fljótsdalshéraðs hlaut verðlaun ásamt Gunnari Einarssyni og Guðrúnu Sigríði Kristjánsdóttur, Daðastöðum í Öxarfirði, Gunnari B. Dungal og Þórdísi A. Sigurðardóttur, Dallandi í Mosfellsbæ og Þorvaldi Jónssyni og Ólöfu Guðmundsdóttur, Brekkukoti í Reykholtsdal. Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, afhenti verðlaunin fyrir hönd umhverfisráðherra.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Freyr Ævarsson, verkefnisstjóri umhverfismála, tóku við viðurkenningunni fyrir hönd Vinnuskólans
Verðlaunin eru árlega veitt einstaklingum, félagasamtökum og skólum sem unnið hafa að landgræðslu og landbótum. Viðurkenning er ætluð til að vekja athygli þjóðarinnar á fórnfúsu starfi fólks að landgræðslumálum og ásamt því að hvetja aðra til dáða. Nánari upplýsingar um verðlaunin og verðlaunhafa má sjá á vef Landgræðslunnar en þaðan er myndin tekin.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.