Í dag, þriðjudaginn 6. mars kl. 17:00 mun umhverfisfulltrúi Fljótsdalshéraðs afhenda vinningshöfum getraunar Vistverndar í verki verðlaun.
Getraunin fór fram í Safnahúsinu í vetur í tengslum við sýningu Landverndar um Vistvernd í verki, sem er alþjóðlegt umhverfisverkefni fyrir heimili. Markmið verkefnisins er að styðja og hvetja fólk til að taka upp vistvænni lífsstíl, skref fyrir skref, á þeim hraða sem hver velur sér. Landvernd, Te og kaffi, Eik sf., Hús (h)Andanna og Móðir jörð gáfu þá átta vinninga sem í boði voru, en alls tóku 158 þátt í getrauninni. Afhendingin mun fara fram á skrifstofu sveitarfélagsins í Fellabæ.
Eftirtaldir aðilar voru dregnir út:
Stuttermabolur frá Landvernd með Þjóðarblómi (Holtasóley) eða Þjóðarfjalli (Herðubreið) Íslands.
Sigmar Hákonarson
Stuttermabolur frá Landvernd með Þjóðarblómi (Holtasóley) eða Þjóðarfjalli (Herðubreið) Íslands.
Rúna Dís Jóhannsdóttir
Blómabuff frá Landvernd.
Hörður Kristleifsson
Blómabuff frá Landvernd.
María Lena Heiðarsdóttir
Máltíð á Te og kaffi.
Anton Leví Inguson
Brauðbretti úr íslensku lerki frá Eik sf.
Gunnar Sigurður Magnússon
Lampi frá Húsi (h)Andanna.
Jökull Haukur Gautason
Íslenskt bygg og nuddolía frá Móðir jörð.
Erna Hrönn Davíðsdóttir