Vilja stofna kvikmyndaklúbb

Áhugafólk um kvikmyndir ætlar að hittast í Sláturhúsinu á Egilsstöðum þriðjudaginn 19. október, kl 20.00, til að ræða stofnun kvikmyndaklúbbs. Á Facebook-síðu um málið segir: „Það er ekkert bíó lengur á Egilsstöðum, en það þarf ekki að koma í veg fyrir að við sem höfum áhuga á myndum getum ekki hist og horft á góðar ræmur saman á stóru tjaldi... jafnvel haft smá fyrirlestur á undan ... uppáhalds myndirnar... Möguleikarnir eru óendanlegir".

Facebook-síða um stofnum kvikmyndaklúbbs http://www.facebook.com/#!/event.php?eid=121781347879035

Sláturhúsið og Vegahúsið er opið mánudaga til fimmtudaga milli kl. 17 og 22. Viðburðir og séropnanir fara yfirleitt fram á föstudögum til sunnudags.